Þorsteinn Pétursson á Akureyri hefur verið duglegur að senda okkur myndir til birtingar og hér er syrpa frá honum og þeim fylgdi eftirfarandi lesning:
Sendi ykkur hér eina mynd af Snæfellinu að landa í Krossanesi, ljósm Gunnlaugur P Kristinsson hinar eru þar sem Snæfellið sökk í dokkinni en það lá utan á Harðbak. Eftir það var það dregið út fyrir land og því sökkt NA af Flatey. Sorgarsaga og gaman hefði verið í dag að eiga Snæfellið og Harðbak. Einnig sést þarna á mynd Akraborgin EA 50 Myndirnar tók Örlygur Ingólfsson skipstjóri. Þær hafa ekki birst áður kveðja Steini Pje