21.02.2009 11:58

Lucky Star inni á Keflavíkinni


     Lucky Star ex 1023. Faxaborg SH., Skarfur GK, Fylkir NK, Eyjaver VE, Sölvi Bjarnason BA og Sléttanes ÍS © mynd Emil Páll
Skip þetta sem hefur verið selt Grikkjum, með heimahöfn í Tansaníu og verður gert að þjónustuskipi fyrir túnfiskveiðiskip. Fór það frá Ólafsvík trúlega í gær og átti að fara beint til  Grikklands, með viðkomu í Færeyjum, en sennilega vegna slæmrar veðurspár lagðist það inn á Keflavíkina.
Umræddur bátur var mikið í fréttum meðan hann hét Skarfur GK 666 og var undir skipstjórn Péturs heitins Jóhannssonar. Fyrir utan það að vera með aflahæstu skipum, fékk það viðurkenningu frá Fiskmarkaði Suðurnesja fyrir góð gæði og góða ísun afla. Þá fékk það viðurkenningu Siglingamálastofnunar ríkisins fyrir góða umhirðu og gott ástand öryggismála.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1192
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 400
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 1079326
Samtals gestir: 51442
Tölur uppfærðar: 30.12.2024 18:03:34
www.mbl.is