Á undanförnum vikum hefur verið þó nokkuð um bátasölur og/eða nafnabreytingar og segjum við hér frá fimm slíkum og birtum myndir af fjórum þeirra skipa sem hlut eiga að máli.
Sá sem við erum ekki með handbæra mynd er 2085 Guðrún GK 69 sem í haust var seld til Reykjanesbæjar og síðan aftur seld nú nýverið og þá til Siglufjarðar, en kaupandi er Útgerðarfélagið Nesið ehf.
1767. Keflvíkingur KE 50 hefur verið seldur Happa ehf. og hafa þeir skráð bátinn sem Happasæll KE 94
1920. Máni GK 109 hefur verið seldur til Akureyrar og er kaupandi Doddi Ásgeirs ehf.
2110. Monica GK 136 hefur nú fengið nafnið Dísa GK 136