07.03.2009 17:23

Sjómannslíf, sjómannslíf

Þessa frétt úr vf.is birtum við hér með heimild þeirra vf.manna


Fréttir | 7. mars 2009 | 17:16:45
Sjómannslíf, sjómannslíf...

Eins og við greindum frá fyrr í dag hér á vef Víkurfrétta tóku fréttamenn VF púlsinn á sjómönnum við Grindavíkurhöfn síðdegis í gær þegar bátarnir steymdu að landi með björg í bú. Eins og fyrr segir var Erling KE með góðan afla en þeir hafa verið að eltast við ufsa um allan sjó.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi þegar Aðalbjörg RE og Geirfugl GK komu að landi í Grindavík. Í fjarska má svo sjá Gnúp GK á útleið.
Nánar um sjómannslífið í Grindavík í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á sjónvarpsstöðinni ÍNN næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 21:30.

Myndir: Hilmar Bragi.

Hér er svo fyrri fréttin sem þeir á vf.is birtu og hafa heimilað okkur að endurbirta


Fréttir | 7. mars 2009 | 11:47:49
Erling með góðan ufsaafla
- góð veiði víða í blíðunni og hásetahluturinn yfir milljón á mánuði

Erling KE 14 kom til Grindavíkurhafnar síðdegis í gær með á þriðja tug tonn af vænum ufsa. "Þetta hefur gengið vel í vetur, gott veður og fínn afli en við höfum nær eingöngu verið í ufsa eftir áramót," sagði Hafþór Þórðarson, skipsstjóri, þegar tíðindamenn Víkurfrétta hittu Erlingsmenn við löndun í Grindavík.

Það var gott hljóð í strákunum í lönduninni enda hefur veiðin gengið vel og kaupið gott í kreppunni. Hásetarnir á Erllingi hafa verið með yfir milljón á mánuði í janúar og febrúar þó þeir hafi verið að veiða ufsa sem hefur ekki alltaf verið efstur á vinsældalistanum. Hann hefur nefnilega verið mun verðminni en sá guli en Erlingsmenn veiddu þorskinn í haust og til jóla. Vegna verðfalls á honum hefur ufsinn verið fyrir valinu því hann hefur haldið verðgildi sínu á meðan sá guli hefur hríðfallið í verð í heimskreppunni. Áður var ufsinn um 30% af verði þorsks en nú hefur sá munur minnkað mikið og munar nú aðeins um helming á þessum tegundum.
"Þetta er góður hópur og það er fín stemmning og samstaða um borð. Við heyrum ekki allar leiðinlegu fréttirnar úti á sjó og það er bara fínt. Það hefur oft verið gott að vera sjómaður, ekki síður núna," sögðu strákarnir sem voru hinir hressustu í lönduninni í Grindavík.

Víkurfréttamenn voru líka með sjónvarpsvélina við löndunina og við sýnum innslag frá lönduninni og viðtal við Hafþór skipsstjóra í sjónvarpsþætti VF á ÍNN næsta fimmtudag.

Fleiri bátar komu til hafnar í Grindavík í gær í blíðunni.

Vænn ufsaafli. Erling var með um 30 tonn, um sjötíu svona kör, full af vænum ufsa.

Þeir voru hressir skipverjarnir á Erlingi í gær enda kaupið gott í kreppunni.

Hafþór skipper í brúnni, sæll og glaður með sína menn sem gera það gott þessa dagana.

Það var góð stemmning í höfninni í blíðunni, bátar að koma og fara.

VF-myndir/pket.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3025
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 994446
Samtals gestir: 48567
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:46:41
www.mbl.is