Þessa frétt úr vf.is birtum við hér með heimild þeirra vf.manna
Fréttir | 7. mars 2009 | 17:16:45
Sjómannslíf, sjómannslíf...
Eins og við greindum frá fyrr í dag hér á vef Víkurfrétta tóku fréttamenn VF púlsinn á sjómönnum við Grindavíkurhöfn síðdegis í gær þegar bátarnir steymdu að landi með björg í bú. Eins og fyrr segir var Erling KE með góðan afla en þeir hafa verið að eltast við ufsa um allan sjó.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi þegar Aðalbjörg RE og Geirfugl GK komu að landi í Grindavík. Í fjarska má svo sjá Gnúp GK á útleið.
Nánar um sjómannslífið í Grindavík í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á sjónvarpsstöðinni ÍNN næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 21:30.
Myndir: Hilmar Bragi.
Hér er svo fyrri fréttin sem þeir á vf.is birtu og hafa heimilað okkur að endurbirta