Brunninn Sómi 1500 kominn suður með sjó
Eins og margir trúlega muna var á síðasta ári kveikt í bátum fyrir utan Bátastöð Guðmundar í Hafnarfirði og skemmdust margir þeirra. Meðal þeirra var einn nokkuð stór að gerðinni Sómi 1500 sem mælist 32 tonna bátur þegar smíði hans er lokið. Nokkur óvissa var eftir brunann hvað gera ætti við skokkinn sem var illa brunninn og stóð að lokum til að henda honum, en nú nýverið komu áhugasamir Suðurnesjamenn og fengu bátinn er er hugmyndin að endurbyggja hann og ljúka smíði hans suður með sjó svona í róleg heitunum.
Þeir sem hér eiga hlut að máli vita hvað þeir eru að gera og því verður örugglega komin á þetta betri skipsmynd einhvern tímann © myndir Emil Páll