Jæja þeim fjölgar alltaf sem betur fer sem eru þessari síðu hjálpsamir með að senda myndir til birtingar. Nýlega fengum við stóran pakka sem innihélt myndir af flestum af gömlu togurnum sem voru á undan nýsköpunartogurunum, myndir af mörgum af gömlu farskipinum okkar, svo og myndir úr mörgum kauptúnum og kaupstöðum af landinu. Sumar myndirnar munum við nota í getraunir, en aðra birta með nafni eins og þá sem birtist hér með. Sendandi á myndum þessi var Svafar Gestsson og sendum við honum kærar þakkir fyrir. Áður en við hefjum birtingu fyrir alvöru á þessum gullmolum munum við þó klára birtingar á svonefndu Siglufjarðarmyndum og ganga betur á myndir Snorra Snorrasonar. Með þessum myndum birtast upplýsingar um viðkomandi skip s.s. eigendur og stærð skipana. Munum við þó hugsanlega birta eina og eina mynd af og til frá Svafari svona til að gleðja menn eins og Hafliða, Axel, Kaj o.fl.
Sá sem nú birtist Garðar GK 25 var í eigu Einars Þorgilssonar í Hafnarfirði og mældist 333 brúttótonn og var með 860 hp vél.