Gunnar Th. sendi okkur skemmtilega myndasyrpu sem tekin var í Reykjavíkurhöfn og í slippnum og munum við birta hana fljótlega. Þá smellti hann líka mynd af honum "Guðmundi rauða" í uppsátri við Kópavogshöfn. Myndinni fylgdi eftirfarandi texti: Hann er nýkeyptur frá Akranesi og á nú að verða sportveiðiskip. Eigandinn var að mála hann og snyrta á dögunum, og miðað við handverkið er þar hagleiksmaður á ferð, enginn klíningur heldur nostrað við hvert smáatriði. Verulega falleg fleyta þetta.
Með myndinni er mynd sem síðuritari tók af bátnum fyrir nokkrum dögum en þá var verkið ekki komið svona langt, en engu að síður látum við þá mynd flakka einnig.