23.03.2009 00:13

Þekkið þið þetta flak undir Vogastapa

Þó ég hafi oft farið um fjöruna fyrir neðan fiskeldisstöðina í Vogavík við Vogastapa, hef ég aldrei tekið eftir flaki því sem myndir birtast nú af og Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri benti mér á. Hugsanlegt er að þetta sé frá þeim tímum sem nokkrir Akurnesingar með Harald Böðvarsson í fararbroddi stofnuðu til útgerðarstöðvar í upphafi síðustu aldar á Vogahólma. Þetta getur líka verið mun yngra og því spyrjum við ykkur lesendur góðir hvort þið vitið eitthvað um málið. Þó margir bátar hafi verið brenndir undir Vogastapa, var það mikið nær Njarðvík sem það gerðist, en ekki þarna nánast við Voga. Sjáum við nú fjórar myndir sem Þórarinn Ingi tók úr lofti af flakinu og vonandi finnst einhver sem veit eitthvað um hvaða flak þetta sé.





                       Óþekkt flak undir Vogastapa © myndir Þórarinn Ingi Ingason

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is