24.03.2009 00:00

Hvalur 8, Ontika, Magni og Gullborg

Gunnar th. tók þessa myndasyrpu á símann sinn og sýnir hún eftirfarandi, samkvæmt hans lýsingu: Þarna er Hvalur 8 í slippnum, verið að skipta um plötur í byrðingi. Þeir eru ekkert að setja fyrir sig hnoð og skörun, kallarnir á þessum bæ. Skera bara burtu það sem skemmt er og sjóða svo nýtt inní. Það er búið að öxuldraga en skrúfan hangir í stroffum undir skutnum. Það er dálítið sérkennilegt að virða fyrir sér svona hællausan skrokk, dálítið óvanalegt að sjá svona smíðalag. Það var verið að vinna við gatið á bakborðssíðunni og mátti heyra hávaða innan úr skrokknum. Svo var líka verið að vinna við Ontika, gamla Orra ÍS. Ég smellti mynd aftan á gamla Magna við safnbryggjuna, dálítið sérstakt sjónarhorn á skip við bryggju en uppfyllingin er komin svona langt út. Þarna stendur gamla Gullborgin líka og má muna sinn fífil fegurri. Kalföttunin er farin að hanga út á milli planka og skrokkurinn er allur að gliðna.





                                                               Hvalur 8

                                                     Ontika ex Orri ÍS

                                                       Magni og Óðinn

                                       Gullborg SH 338 © símamyndir Gunnar Th
                                           

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1080
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 3437
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 1019546
Samtals gestir: 49950
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:38:04
www.mbl.is