24.03.2009 16:44

Aðalsteinn Jónsson su 11


            ©Aðalsteinn Jónsson SU 11 Mynd þorgeir
Aðalsteinn Jónsson SU með fullar frystilestar af kolmunna við komu til Neskaupsstaðar 2006

Skip Eskju hf, Aðalsteinn Jónsson og Jón Kjartansson, komu til hafnar um helgina með 3.200 tonn af góðum kolmunna. Aðalsteinn kom með fullar frystilestar af heilfrystum kolmunna til manneldis og Jón landaði um 2000 tonnum í fiskimjölsverksmiðjuna.
Í frétt á heimasíðu Esku segir að gengið hafi vel hjá skipum félagsins á kolmunnamiðunum þótt einstaka brælur hafi gert sjómönnunum erfitt fyrir. Langt er að sækja kolmunnann og tekur sigling á miðin um tvo sólarhringa.

Félagið á eftir um 8.500 tonn af kolmunnakvóta og stefnt er að kvótinn klárist í byrjun maí. Jón Kjartansson hefur fiskað um 9.000 tonn af kolmunna það sem af er ári og Aðalsteinn Jónsson um 4.700 tonn, þar af hafa um 2.200 tonn verið heilfryst til manneldis.

Strákarnir á Aðalsteini hafa verið að gera tilraunir með að hausskera og slógdraga kolmunna sem lofar góðu en útlit er fyrir að markaður sé til fyrir slíkar afurðir Heimild skip.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is