Flutningaskipið Wilson Skaw beið af sér veður undir Vogastapa um síðustu helgi og voru menn að spá í hvað það væri að gera þar á einni af skipasíðunum. Þegar veðrið gekk yfir kom í ljós að skipið var á leið til Grindavíkur og kom þangað á mánudag og losaði salt. Nú heldur síðuritari að skipið sé á leið til Hafnarfjarðar til að losa þar einnig salt. En þessi mynd var tekin á mánudagsmorgun af skipinu í Grindavík.
Wilson Skaw í Grindavíkurhöfn sl. mánudag © mynd Emil Páll