Búið er að slökkva eldinn í Sólplasti í Sandgerði, en við sögðum frá stórbruna þar, rétt fyrir miðnætti. Kom eldurinn upp í Oddi á Nesi SI 76 sem inni í þessu rými ásamt öðrum báti, Völusteini ÍS. Skemmdir á Völusteinu voru litlar, nema kannski af sóti, en hins vegar mjög miklar á Oddi á Nesi, en eldur kom upp í þeim báti í Sandgerðishöfn 17. febrúar sl. og var verið að ljúka við viðgerðina eftir þann bruna er eldurinn kom upp nú, en á morgun átti einmitt að taka bátinn út að viðgerð lokinni. Tíðindamaður síðunnar Emil Páll tók meðfylgjandi myndir eftir að eldur hafði verið slökktur.