26.03.2009 01:07

Annar bruninn í Oddi á Nesi SI 76 á rúmum mánuði

Búið er að slökkva eldinn í Sólplasti í Sandgerði, en við sögðum frá stórbruna þar, rétt fyrir miðnætti. Kom eldurinn upp í Oddi á Nesi SI 76 sem inni í þessu rými ásamt öðrum báti, Völusteini ÍS. Skemmdir á Völusteinu voru litlar, nema kannski af sóti, en hins vegar mjög miklar á Oddi á Nesi, en eldur kom upp í þeim báti í Sandgerðishöfn 17. febrúar sl. og var verið að ljúka við viðgerðina eftir þann bruna er eldurinn kom upp nú, en á morgun átti einmitt að taka bátinn út að viðgerð lokinni. Tíðindamaður síðunnar Emil Páll tók meðfylgjandi myndir eftir að eldur hafði verið slökktur.




        2615. Oddur á Nesi SI 76 er mikið skemmdur eftir brunann, en þessar myndir voru teknar nú um miðnætti © myndir Emil Páll


               Svona leit þetta út þegar fór að birta í morgun © mynd Emil Páll

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2965
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4792
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1265078
Samtals gestir: 55132
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 03:46:53
www.mbl.is