26.03.2009 17:29Útgáfutónlekar Roðlaust og BeinlaustRoðlaust og Beinlaust © mynd Björn Valur Gislasson FRÉTTATILKYNNING útgáfutónleikar Í tilefni af nýútkomnum geisladiski hljómsveitarinnar Roðlaust og beinlaust verður hljómsveitin með útgáfutónleika á Vélsmiðjunni á Akureyri í kvöld fimmtudag og í Höllinni í Ólafsfirði á laugardaginn. Á tónleikunum verða leikin lög af nýja diskinum "Þung er nú báran ..." í bland við lög af fyrri diskum. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 bæði kvöldin, aðgangur er ókeypis. þess má ennfremur geta að Æðruleysismessa verður i Akureyrarkirkju sunnudaginn 29/3 kl 20 og þar mun hljómsveitin spila nokkur lög og er aðgangur ókeypis FRÉTTATILKYNNING nýr geisladiskur með Roðlaust og beinlaust Út er komin nýr 17 laga geisladiskur með hljómsveitinni Roðlaust og beinlaust, "Þung er nú báran ..." sem er fjórði geisladiskur hljómsveitarinnar í fullri lengd. Áður hefur Roðlaust og beinlaust gefið út diskana "Bráðabirgðalög" (2001), "Brælublús" (2003) og "Sjómannssöngvar" (2006), sem allir hafa að geyma lög og texta tengda sjómennsku og sjósókn. Einsog áður segir inniheldur geisladiskurinn "Þung er nú báran ..." 17 lög í þeim anda sem hljómsveitin Roðlaust og beinlaust hefur áður gefið út. Hér er um að ræða gömul og þekkt lög sem allir þekkja í bland við ný og frumsamin sjómannalög sem nú heyrast í fyrsta sinn opinberlega. Rétt eins og með fyrri geisladiska hljómsveitarinnar Roðlaust og beinlaust, mun allur ágóði af sölu "Þung er nú báran ..." renna til stuðnings Slysavarnaskóla sjómanna. Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust hefur á undanförnum árum verið einn stærsti stuðningsaðili Slysavarnaskóla sjómanna. Hljómsveitin, sem að hluta til er skipuð sjómönnum af frystitogaranum Kleifabergi ÓF-2, ákvað árið 2003 að láta allan ágóða af sölu disksins "Brælublús" renna óskipt til Slysavarnaskóla sjómanna til eflingar á öryggisfræðslu sjómanna í landinu. Ágóðinn af sölunni var notaðar til kaupa á endurlífgunarbrúðum til nota við verklega kennslu í endurlífgun. . Við útgáfu á disknum "Sjómannssöngvar" ákvað hljómsveitin enn á ný að láta ágóða sölunnar, rúmar tvær milljónir króna, renna til Slysavarnaskóla sjómanna. Var sú gjöf nýtt meðal annars til kaupa á hjartastuðtækjum til nota við kennslu á námskeiðum skólans. Hefur þessi mikilvægi stuðningur hljómsveitarinnar Roðlaust og beinlaust sannarlega komið Slysavarnaskólanum og sjómannastéttinni að góðum og nytsamlegum notum í viðleitninni að efla þekkingu og hæfni sjómanna í öryggis- og björgunarmálum. Upptökur fóru fram hjá Mogo-Music í Ólafsfirði sem jafnratm sér um útgáfu geisladiskins "Þung er nú báran ..." Útsetningar og upptökustjórn var í höndum Magnúsar G. Ólafssonar tónlistarmanns í Ólafsfirði. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1174 Gestir í dag: 72 Flettingar í gær: 3437 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 1019640 Samtals gestir: 49955 Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:59:10 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is