31.03.2009 08:35

Rétt svar: Skúli fógeti ÍS 429

Mikið urðum við hissa á að enginn, ekki einu sinni vestfirðingarnir Ingólfur Þorleifsson og Gunnar Th. skyldu fatta hver báturinn væri. Hér er á ferðinni merkilegur þessi bátur fyrir aldurssakir. Var til frá 1916 til 1994 og hélt oftast sama nafninu Skúli fógeti ÍS 429. Báturinn var lengst af opinn en 1983 var hann dekkaður. Sá sem sendi okkur myndina Guðmundur Falk er sonur eins af eigendum bátsins, Jóhannesar Bjarnasonar og meðan hann átti bátinn  var hann einn af aflahærri smokkfiskveiðibátum fyrir vestan en þá var smokkurinn veiddur inn á Jökulfjörðum. Gerði Jóhannes bátinn út frá Ísafirði, en síðan var hann gerður út víðar um Vestfirðina. Þessa sögu hefur Guðmundur um útgerð föður síns á bátnum: Hann var upprunalega Byggður 1916 og pabbi missti hann er hann fauk þvert yfir pollinn á ísafirði og lenti upp í grjótgarðinum sem ver flugbrautina en hann seldi hann eftir það en báturinn var alla tíð Happafleyta og sagði gamli mér sögu er þeir heldu sjó með hann fullan af smokki í aftakaveðri en þeir fengu á sig brot í Jökulfjarðakjaftinum og skolaði allan smokk af dekkinu ásamt brúsum ofl og rak bjarghringur merktur bátnum inn í krók á Skutulsfirði og fannst þar og voru þeir taldir af en þegar hægði fór sá gamli á súrrandi lensi heim og lagði bátnum við ból neðan þar sem gömlu hjónin bjuggu þá og átti að landa því sem um borð var daginn eftir í birtingu en þegar gamli var að labba upp malirnar heim á brunngötuna í myrkrinu mætti hann manni og gekk sú saga daginn eftir að svipur pabba hefði sést á mölunum neðan tangans ha ha ha svona voru fréttirnar í þá daga. Endalok bátsins urðu þau að hann var brenndur 1994.


                           1656. Skúli fógeti ÍS 429 © mynd úr safni Guðmundar Falk

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is