31.03.2009 13:39

Eldsneytisgeymsla fyrir heimsmarkaðinn

Þegar olíuskipið Citron losaði í Helguvík á dögunum, var fullyrt á einni af skipasíðunum að það væri að losa þotueldsneyti fyrir Keflavíkurflugvöll. Nú hefur komið í ljós að svo var ekki, eins og sést á meðfylgjandi frétt sem birtist á heimasíðu Faxaflóahafna 25. mars sl.
 
Olíuskip í Hvalfirði

Atlantic Hope við bryggju í Hvalfirði

Undanfarið hafa olíubirgðastöðvarnar í Hvalfirði og Helguvík verið notaðar til að geyma eldsneyti sem verið er að versla með á heimsmarkaðnum.

Í nóvemberlok kom skip með 50.000 m3 af bensíni í olíustöðina á Miðsandi, þann farm tók annað skip um miðjan febrúar og flutti til Singapore. Í stöðina kom svo 50.000 m3 gasolíufarmur frá USA í byrjun mars.

Álíka farmur kom í Helguvík 17. mars og nú er verið að dæla í land sama magni úr skipinu Atlantic Hope í gömlu NATO stöðina í Hvalfirði.  HEIMILD Faxaflóahafnir.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is