31.03.2009 21:57

Netarall 2009


                         1424 Þorleifur EA 88 ©Mynd þorgeir Baldursson 2008 
Árlegt netarall Hafrannsóknastofnunarinnar hófst 28. mars s.l. Sjö bátar taka þátt í netarallinu. Saxhamar SH í Breiðafirði, Þórsnes II SH í Faxaflóa, Kristbjörg HF á svæðinu frá Reykjanesi að Þrídröngum, Glófaxi VE frá Þrídröngum að Skeiðarárdjúpi og Hvanney SF frá Meðallandsbugt að Hvítingum, Þorleifur EA á svæðinu frá Húnaflóa að Eyjafirði og Sædís ÍS í Ísafjarðardjúpi.

Þórsnes II SH fer síðan eftir páska á svæðið frá Eyjafirði að Langanesi. Um 45-50 trossur eru að meðaltali lagðar á svæðunum, misjafnt eftir stærð þeirra og er þeim dreift innan svæða á helstu hrygningarslóðir þorsks.

Á vef Hafrannsóknastofnunar segir að markmið verkefnisins sé að safna upplýsingum um lengdar-/þyngdasamsetningu, kynþroska, og vöxt eftir aldri á helstu hrygningarsvæðum þorsks. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks sem fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og meta breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum Hemild hafro.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2319
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 993740
Samtals gestir: 48564
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:09:39
www.mbl.is