31.03.2009 22:20

Sá minnsti - stækkaður


            Sá minnsti (Hólmaborg) í höfn á Akranesi í nóv. 2008 © símamynd Gunnar Th.

9.nóv. á síðasta hausti birtum við þessa mynd af þessum litla gula báti, sem Gunnar Th. sá á Akranesi og töldum hann vera þann minnsta sem til væri. Síðan höfum við ekkert frétt meira um þann bát þar til fyrir nokkrum dögum að við fengum sendingu sem innihélt eftirfarandi bréf og myndir sem við birtum nú.

Sæll þorgeir.
Mér var bent á að báturinn minn væri á síðunni þinni í haust og hafði ég gaman af að sjá hann þar. Það er rétt að þetta er terrih 385 sem er 3 metrar og 85 cm og 1,4m á breidd það var einnig rétt getið að hann heitir Hólmaborg. Ég var alltaf í vandræðum með stöðugleikann á þessum bát og reyndi ég margt til að fá hann stöðugann án árangurs svo skömmu eftir að myndin var tekin í haust tók ég bátinn upp og breitti honum aðeins fyrst og fremst til að fá hann stöðugan, en sá mér leik á borði og lengdi hann um 115cm í leiðinni,svo nú er hann orðinn 187 cm breidd og 5m á lengd, nú loksins er hann stöðugur sem klettur.
Ég sendi þér hér myndir af honum því ég sé að þið hafið gaman af uppátækjum mínum,eins og ég sjálfur ;o)
Kveðja Hinrik Gíslason skipstjóri á Hólmaborginni, Akranesi.


                           Hólmaborgin, sá minnsti eftir stækkun og breitingar

         Já það eru miklar breitingar á bátnum frá því í haust © myndir Hinrik Gíslason

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is