Á skipasíðu Markúsar Karls Valssonar kemur fram að heyrst hafi að Fanney HU 83 hafi verið seld í Vogana og kaupandi sé Halldór Magnússon Súðvíkingur með meiru.Fanney HU var smíðuð á Akureyri 1959 og hefur heitið hinum ýmsu nöfnum í gegnum tíðina. Halldór þessi er þekktur fyrir að kaupa trébáta og endurbyggja og gefa síðan nafnið Kofri ÍS 41.
619. Fanney HU 83 í Reykjavíkurhöfn í gær © mynd Þorgeir Baldursson