Nú er ljóst að tjónið af völdum brunans í Oddi á Nesi SI 76 er mun minna en haldið var. Eins og sést á myndinni er yfirbygging bátsins illa brunnin, en þar með er nánast upptalið það sem ónýtt er og mest allt neðan þilja er óbrunnið. Því verður gert við bátinn þó það liggi ekki fyrir hvar það verði gert eða hverjir láta gera það. Þá virðist liggja fyrir að upptök eldsins voru ekki frá logsuðu eins og haldið var heldur eitthvað nálægt eldavélinni, en þar hafði engin logsuða farið fram.
Svona lítur báturinn út í dag © mynd Emil Páll