11.04.2009 15:11

Veist þú um veðurglögga menn?

Í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands höfum við sem stöndum að síðu þessari ákveðið að leita til ykkar um aðstoð á sérstöku verkefni sem er eftirfarandi:

Þjóðminjasafn Íslands er með í undirbúningi spurningaskrá um alþýðlegar veðurspár og veðurþekkingu, en um er að ræða samvinnuverkefni við námsbraut í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Sérstök spurningaskrá um þetta efni var síðast send út árið 1975, og var aðallega spurt um hina gömlu alþýðlegu veðurfræði. Markmiðið með þessari skrá er að skoða hvernig þessi þekking hefur lifað síðan þá, auk þess sem staðbundin enkenni í veðurspám verði rannsökuð sérstaklega. Á 20 öld kunnu margir að gá til veðurs en þessi þekking er nú smám saman að glatast, enda hefur þjóðin haft öfluga veðurstofu svo áratugum skiptir.

Með spurningaskránni er leitast við að ná til sem beiðasta hóps í öllum landshlutum. Hafa þeir sem standa fyrir þessu sérstakan áhuga á að komast í samband við sjómenn, einnig þá sem hættir eru að spá í veðrið með gamla laginu. Það er niðurstaða út af fyrir sig ef sjómenn styðjast eingöngu eða svo til alveg við netið eða veðurfréttir - og fróðlegt að fá upplýsingar um það. Vandamálið er hins vegar að ná til manna sem búa yfir fróðleik á þessu sviði.

Þá er komið að því sem óskað hefur verið eftir að við sem sjáum um þessa síðu gætum aðstoðað við, en það að koma Þjóðminjasafninu að liði. Því óskum við eftir því að þið lesendur góðir gætuð hjálpað okkur á að benda á líklega heimildarmenn eða greitt götu okkar í einn eða á annan hátt. Hægt er að sitja niður nöfn hér fyrir neðan eða með því að senda viðkomandi upplýsingar um nöfn, heimilisföng og símanúmer á www.emilpall@simnet.is og munum við síðan koma þessum upplýsingum áfram. Einnig er hægt að ná sambandi við Emil Pál í síma 845 0919. Þæginlegast fyrir alla væri að geta sent sem flestum heimildarmönnum tölvupóst, en það er þó alls ekki neitt skilyrði.

Þjóðminjasafn Íslands hefur í um hálfa öld safnað heimildum um þjóðhætti með spurningaskrám. Spurt hefur verið um lífshætti, siði og venjur fyrr á tímum en í seinni tíð heufr söfnunin einnig beinst að samtímanum. Svör heimildarmanna eru varðveitt í skjalasafni Þjóðminjasafnsins og slegin inn í rafrænan gagnagrunn. Aðgangur að grunninum er þó takmarkaður og háður sérstöku leyfi.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 387
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 538
Gestir í gær: 59
Samtals flettingar: 997126
Samtals gestir: 48682
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 08:58:07
www.mbl.is