Oft getur rekald í sjónum valdið miklu tjóni, hvort sem það eru rekaviðadrumbar eða eitthvað annað. En það sem tíðindamaður síðunnar rakst á í Hafnarfjarðarhöfn í dag á siglingaleið smábátanna, er nokkuð óvenjuleg og getur örugglega verið stórhættulegt. Hér er um að ræða gas- eða súrefniskút af stóru gerðinni.
Þetta var á reki í Hafnarfjarðarhöfn í dag á siglingaleið smábátanna © mynd Emil Páll 2009