Labrador Storm í höfn á Akureyri. © MYND/ÞORGEIR BALDURSSON 2009
Nokkrir yfirmenn hjá Natfish í brúnni á Labrador Storm, talið frá vinstri: Wayne Mansfield stýrimaður á togaranum Inuksuk, Jónfriður Poulsen skipstjóri á Labrador Storm, Gabriel Lanteigne stýrimaður á togaranum Inuksuk og Steingrímur Erlingsson útgerðarstjóri. © MYND/ÞORGEIR BALDURSSON 2009
Fjórða skipið sem Nataaqnaq Fisheries gerir út
Labrador Storm veiðir
rækju við Kanada
Grænlenski togarinn Tasermiut sem verið hefur á Akureyri undanfarna mánuði í viðgerð og breytingum hjá Slippnum hefur verið seldur til Kanada og fengið nafnið Labrador Storm.
Útgerð skipsins verður í höndum Nataaqnaq Fisheries Inc í St. John's á Nýfundnalandi. Steingrímur Erlingsson útgerðarstjóri hjá Natfish sagði í samtali við Fiskifréttir að skipið færi á rækjuveiðar í kanadískri lögsögu.
Labrador Storm er 66 metra langur togari og var smíðaður í Noregi árið 1988. Þetta er fjórða skipið sem Nataaqnaq Fisheries annast útgerð á. Fyrir gerir félagið út tvo rækju- og grálúðutogara og einn netabát. Steingrímur sagði að skip á vegum Natfish hefðu veitt um 10 þúsund tonn af rækju á síðasta ári og um 3 þúsund tonn af grálúðu. Með tilkomu Labrador Storm mun rækjuveiðin aukast í um 17-18 þúsund tonn á ári. Frekari upplýsingar má finna á vef félagsins www.natfish.ca.
kjartan@fiskfrettir.is