08.05.2009 13:56

Nýr Ólafur Magnússon HU 54 til Skagastrandar

Í gær var sjósettur í Hafnarfirði báturinn Ólafur Magnússon HU 54 frá Skagaströnd, eftir miklar breytingar þar. Var báturinn m.a. lengdur um 2 metra, auk þess sem skipt var um mastur o.fl. áhonum. Það er SJ-útgerð á Skagaströnd sem festi kaup á bátnum í upphafi ársins, en áður hét hann Halla Sæm SF 23 frá Höfn.Sama útgerð hafði sl. hausti fest kaup á Felix AK og gefið honum nafnið Lómur HU en það gekk ekki áfallalaust að koma þeim báti í heimahöfn, því eftir að hann hafði siglt frá Reykjavík til Akraness var ekið með hann til Hvammstanga þar sem átti að sjósetja hann og stóð til að hann sigldi þaðan til Skagstrandar. En ekki vildi betur til en svo að þegar gúið var að sjósetja bátinn á Hvammstanga valt kraninn sem hafði verið notaðu við við verkið, á hliðina og lenti á bárum og komst sjór í vélarúmið og honum hvoldi og sökk síðan þann 22. nóv. sl.
Á þessi bátur því að koma í stað Lóms.


          2183. Ólafur Magnússon HU 54 í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll 2009

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is