10.05.2009 00:01

Hákarlaskipið Siggi Magg




Svona leit Siggi Magg áður en loka lagfæringarnar fóru fram © myndir Gunnar Th.

Einn af föstum lesendum síðunnar Gunnar Th. hefur oft á tíðum gaukað að okkur skemmtilegu og öðru vísu efni, en við höfum verið með. Hér kemur hann með skemmtilega frásögn sem hann birti á  síðu sinni fyrir skemmstu og gaf okkur tækifæri til að birta hér sem við þökkum kærlega fyrir.
Hér kemur frásögnin sem fylgdi myndunum:

Fyrir margt löngu skrifaði ég á síðu mina,  færslu um athyglisverða nýsköpun í sjávarútvegi sem fann sér stað vestur á fjörðum. Þar var fjallað um útgerð hákarlaveiðiskipsins Sigga Magg frá Bolungarvík, og þær haganlegu breytingar sem gerðar höfðu verið á skipinu til þeirra nota:

Nú fyrir stuttu var ég á ferð vestra og heimsótti þá Bolungarvík milli viðburða á Ísafirði. Þar sá ég hákarlaveiðiskipið Sigga Magg utan við iðnaðarhúsnæði og greinilegt var að skipið var að koma úr gagngerðri endurnýjun. Hönnuðirnir sem svo snilldarlega útfærðu yfirbyggingu skipsins áður hafa enn tekið upp sirkil og gráðuboga og hannað skutbreytingu á bátinn. Honum hefur nú verið gerbreytt eins og raunar flestum meiriháttar íslenskum fiskiskipum, og er ekki annað að sjá en þær breytingar gefi lítt eftir þeim best heppnuðu sem þekktar eru.  Auk skutbreytingarinnar hefur skrokkur bátsins verið hækkaður framantil svo nú er hann mun burðarmeiri og færari í úfinn sjó Ísafjarðardjúpsins. Þá hefur verið bætt við uppsetningu fyrir netatromlu á skutnum, sem gefur möguleika á fjölbreyttari veiðarfærum ef þurfa þykir.

Bátnum er ætlað að stunda hákarlaveiðar í vestfirskum sjó og er hann sérstaklega búinn til þess veiðiskapar. Vinnslurými er sérlega gott, allt yfirbyggt og aðbúnaður áhafnar því eins og best gerist á sjó. Hákarl er veiddur á línu og er vinnslurými bátsins búið sérstaklega haganlegri opnun að aftan til að auðvelda lagningu og drátt línunnar. Allt handbragð við smíðina er til fyrirmyndar og ber skipið eigendum sínum fagurt vitni. Það er óskandi að þessi vaxtarbroddur vestfirskrar útgerðar fái dafnað og aukist að umfangi. Þarna er unnið eftirtektarvert frumkvöðlastarf sem opinberir aðilar ættu að gefa verðskuldaðan gaum og styrkja eftir föngum. Enn einu sinni hafa Vestfirðingar skipað sér á fremsta bekk í nýtingu sjávarafla.

Það er full ástæða til að óska eigendum, hönnuðum og smiðum til hamingju með vel og snyrtilega unnið verk. Ekki verður dregið í efa að þetta fallega og öfluga skip muni draga marga björgina í bú á komandi vertíðum.






     Á neðri myndunum þremur sjáum við hvernig Siggi Magg lítur úr í dag © myndir Gunnar Th. 2009.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 740
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 538
Gestir í gær: 59
Samtals flettingar: 997479
Samtals gestir: 48684
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 10:21:20
www.mbl.is