Óskar RE 157 í Njarðvíkurhöfn í kvöld Sæmundur Árelíusson útgerðarmaður Óskars RE 157á í deilu við sjö sjómenn og skipstjóra þeirra og skuldar þeim laun. Sjómennirnir segjast lifa á matarmiðum frá félagsmálayfirvöldum í Reykjanesbæ. Sæmundur er sagður hafa ætlað að henda mönnunum út úr bátnum, en þeir hafa búið í honum.Skipstjórinn hefur þegar hætt störfum vegna málsins. Kom þetta fram í Fréttablaðinu í dag.