Benóný Benónýsson, yngri eða Binni eins og hann er kallaður, sendi okkur myndasyrpu sem tekin var af Portlandi VE 97, er skipið kom blátt að lit í Njarðvíkurslipp á dögunum og fór þaðan síðan í rauðum lit. Þá er ein mynd af Portlandi VE 97 komið til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Sendum við Binna kærar þakkir fyrir.