17.05.2009 00:01

Sæborg KE 102


                           824. Sæborg KE 102 © mynd Snorri Snorrason
Bátur þessi er enn í útgerð og var m.a. birt mynd af honum hér á síðunni fyrir fáum dögum sem Fengsæll ÍS.
Annars er saga hans þessi: Hann var smíðaður í Fredrikssund, í Danmörku 1930 og endurbyggður í Keflavík 1971-1972. Síðustu níu árin fyrir endurbyggingu þótti hann nokkuð óhrjálegur og gekk þá undir nafninu, TORFBÆRINN. Árið 1989 var báturinn elsti bátur Suðurnesja og 4. elsti bátur landsins, 1993 var hann næst elsti bátur landsins og frá aldamótum eða frá árinu 2000 hefur hann verið elsti bátur landsins.
Nöfn þau sem báturinn hefur borið á þessum tæpu 80 árum eru: Huginn GK 341, Jón Dan GK 341, Farsæll SH 30, Sævorg GK 86, Sæborg BA 86, Sæborg RE 328, Sæborg SH 128, Sæborg RE 325, Sæborg KE 102, Bergþór KE 5, Ingólfur GK 125, Fengsæll GK 262 og Fengsæll ÍS 83.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is