Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding sem gerir út m.a. hvalaskoðunarskipin Hafsúlan og Elding, hefur tekið á leigu danska lúxussnekkju, sem þeir kalla Glimmerfleyið og bjóða upp á lengri ferðir, þar sem í boðið er allskonar lúxus. Hér sjáum við skipið sem heitir Regina Del Mar við bryggju í Njarðvík í dag.