21.05.2009 00:58Ísgoggar og Magnús KE 46Erling Brim Ingimundarson stendur framan við rekka með fiskigoggum og heldur á bauju sem hann hefur framleitt © mynd Emil Páll. Sérhæfð þjónusta Að Bakkastíg 12 í Njarðvík, rekur Strandamaðurinn Erling Brim Ingimundarson litla handverksframleiðslu undir nafninu Ísgoggar. Hér er um að ræða mjög sérhæft fyrirtæki sem framleiðir fiskigogga og ýmis önnur áhöld fyrir fiskiskip, sem síðan eru seld í helstu veiðafæraverslunum landsins. Að auki framleiðir hann kústsköft, plasthrífur, kantskera, malbikssköfur, sandsköfur, strákústa, baujur, sökkur fyrir handfærabátanna og margt annað s.s. leikföng í formi gömlu trébílanna, dúkkuvagna, merkjahæla o.fl. Lenti í slysi Þetta 10 ára gamla fyrirtæki hefur getið sér gott orð á þessu sviði, en hvað olli því að hann fór út í þessa framleiðslu. Gefum Erling orðið. "Ég var búinn að vera til sjós frá því að ég var strákur, átti eigin bát frá 16 ára aldri og ákvað að flytja til Suðurnesja. Þar gerðist ég pípulagningamaður en lenti þá í alvarlegu umferðarslysi á Reykjanesbraut. Leiddist mér aðgerðarleysið og eftir nokkurn tíma hugsaði ég minn gang og þetta varð niðurstaðan". Hóf Erling rekstur í litlum bílskúr, með því að kaupa lítið fyrirtæki á þessu sviði og eftir þrjú ár í bílskúrnum flutti hann að Bakkastíg 12 í Njarðvík þar sem hann rekur fyrirtækið. Selt víðaViðskiptavinir fyrirtækisins eru sölu- og þjónustuaðila útgerðar s.s. Veiðafæraþjónusta Grindavíkur, Ísfell, N1, Olís o.fl. Vöxtur fyrirtækisins hefur þróast hratt og hefur verið nóg að gera a.m.k. yfir vetrarvertíðina. Fyrir handavinnu Þeir sem stunda handavinnu ýmiskonar s.s. að búa íkonamyndir eða ramma með servíettum geta fengið hjá Ísgoggum ramma fyrir það áhugamál og sama má segja með ýmislegt smádót sem það vanhagar um, oft leysir Erling gátuna. Ættu því þeir sem áhuga hafa á slíkur að slá á þráðinn í síma 893-7269. Magnús KE 46Auk þess að reka þetta litla fyrirtæki hefur Erling alltaf átt bát eða frá 16 ára aldri eins og fram kom hér á undan. Síðustu 6 árin hefur hann átt Magnús KE 46, sem sennilega er einn af síðustu Bátalónsbátunum sem svo voru kallaðir, sem enn er til í upprunalegri mynd. Þessi bátur er þó frábrugðinn að einu leiti, því hann var smíðaður með álhúsi að ósk kaupanda. Fram að þessu hefur Erling þó aðallega notað bátinn í tómstundum. 1381. Magnús KE 46 sem er í eigu Erlings og er einn af síðustu Bátalónsbátunum sem enn eru til í upphaflegri mynd © mynd Erling Brim Ingimundarson Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 4356 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1123482 Samtals gestir: 52258 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is