Fyrir nokkrum mánuðum birtum við á áttunda tug mynda sem okkur barst frá síldarárunum á fjórða áratug síðustu aldar á Siglufirði. Bæði voru það myndir af bátum, sem og síldarverkun í landi og annað því tengt. Síðan gerðum við hlé á birtingu, en nú koma loka myndirnar úr þessum pakka, en það eru sex myndir af síldveiðiskipum sem við vitum engin deili á, að vísu sést VE á einum þeirra, en það dugar ekki til að við þekkjum viðkomandi bát.