Bátur þessi var smíðaður eftir teikningu Egils Þorfinnssonar úr Keflavík, 52ja tonna eikarbátur, sem nýsmíði nr. 4 hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar (Júlíus Nýborg) 1943. Kjölurinn var lagður í ágúst 1942, hljóp af stokkum 8. mars 1943 og afhentur í apríl sama ár. Hann var síðan endurbyggður hjá Skipavík hf. í Stykkishólmi 1976-1978.
Nöfn þau sem báturinn hefur borið eru: Guðmundur Þórðarson GK 75, Fálkanes SF 77, Guðmundur RE 19, Þorleifur Magnússon SH 172, Sonja B. SH 172, Bakkavík ÁR 100, Bjarnavík ÁR 13, Bjarnavík ÁR 20 og Daníel SI 152.
Skráð er að bátnum hafi verið fargað 13. mars 1992, en þó stendur hann enn uppi í gamla slippnum á Siglufirði og þar tók Þorgeir Baldursson þessar myndir af honum sl. laugardag.
482. Daníel SI 152 © myndir Þorgeir Baldursson í maí 2009