03.06.2009 20:29Endurnýjun lífdaga - Steinunn nú Hafursey, Surprise og HallgrímurÁ undanförnum misserum hefur það færst nokkuð í vöxt að skip sem búið var að leggja og flestir dæma í huganum að ættu aðeins eftir að úreldast, hafa farið í gegn um endurnýjun lífdaga. Sem dæmi þar um þá fjöllum við hér um þrjú skip sem legið hafa í Reykjavíkurhöfn, í mislangan tíma eða allt 5 árum það sem lengst af þeim hefur legið og nú eru að komast í einhvern rekstur á ný. Tókum við í kvöld myndir af þeim eins og þau eru þá stundina, en þetta eru Steinunn SF 107, sem legið hefur við bryggju í Reykjavík frá 6. okt. 2004 og hefur nú fengið nafnið Hafursey VE 122 og mun eiga að fara á netaveiðar frá Vestmannaeyjum, Hallgrímur BA 77 , sem var lagt í Reykjavík 30. maí 2005, var í kvöld kominn að slippbryggjunni en ekki lá ljóst fyrir hvað gert yrði við hann og þriðja skipið er Surprise HU 19 sem er að fara á lúðuveiðar og er orðinn blár og hvítur eins og sést á myndinni. Síðastnefnda skipið hefur verið mjög stutt í Reykjavíkurhöfn að þessu sinni eða aðeins frá 19. mars sl. Hann hefur þó legið í höfnum víða um land s.s. í Hafnarfirði frá því snemma árs 2005 til október 2006. 1416. Hafursey VE 122 ex Steinunn SF 107 Byggður í Mandal í Noregi 1975 og yfirbyggður 1977. Nöfn: Skarðsvík SH 205, Skarðsvík AK 205, Ásborg EA 259, Arney KE 50, Steinunn SF 10, Steinunn SF 107 og Hafursey VE 122 1612. Hallgrímur BA 77 Skuttogari byggður í Wellsend í Bretlandi 1974. Nöfn: Clen Carron A 427, Skipaskagi AK 102, Þuríður Halldórsdóttir GK 94, Sturla GK 12, Sólborg I ÍS 260 og Hallgrímur BA 77. 137. Surprise HU 19 © myndir Emil Páll í júní 2009 Smíðaður í Sliedrecht í Hollandi 1960. Nöfn: Gjafar VE 300, Kristján Valgeir GK 410, Sigurður Bjarni GK 410, Lárus Sveinsson SH 126, Njörður ÁR 9, Njörður ÁR 38, Jóhanna áR 206, Sandvíkingur ÁR 14, Þórdís BA 74, Surprise HU 19, Surprise ÍS 46 og aftur Surprise HU 19. Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 4356 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1123482 Samtals gestir: 52258 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is