Nú um kvöldmatinn, eða kannski er réttara að segja um kvöldmatarleytið í gær (miðvikudag) þar sem nú er kominn nýr sólarhringur var þetta norska varðskip í Reykjavíkurhöfn. Líkist það mjög hinu nýja varðskipi okkar íslendinga Þór. Þetta skip sem heitir Harstad er 83 metra langt og 16 metra breitt og með 110 tonna togkraft. Er það því 10 metrum styttra en nýi Þór og með mun minni togkraft.
Harstad W 318 í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll í júní 2009