Spirit of Advernture © mynd Emil Páll í júní 2009
Þetta farþegaskip sem er með heimahöfn í Nassau var í Reykjavíkurhöfn um kvöldmatarleytið í gær, en stuttu eftir að myndinni var smellt af því lét það úr höfn og tók stefnuna á Grundarfjörð, þaðan mun það fara eitthvað áfram norður eftir, því það á að vera á Akureyri á Sjómannadaginn.
Samkvæmt upplýsingum í staðsetningakerfinu er skipið 139 metra langt, 16 metra breitt og 5.2 metra djúpt.