04.06.2009 17:45

Sóley Sigurjóns laus en Auðunn sökk - litlu munaði að illa færi


                   2043. Auðunn, hafnsögubátur Reykjaneshafnar © mynd Emil Páll

Auðunn, lóðsbátur Reykjaneshafnar, sökk nú fyrir skömmu er hann var að aðstoða við að koma Sóleyju Sigurjóns GK 200 af strandstað, en hún strandaði í innsiglingunni í Sandgerði í morgun.
 
Tveir menn voru í lóðsinum, annar uppi á dekki en hinn í stýrishúsi. Sá í stýrishúsinu fór niður með lóðsinum en komst upp á yfirborðið um 1-2 mínútum eftir að báturinn sökk. Bátar frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum voru á svæðinu og náðu mönnunum úr sjónum.

Farið var með þá að bryggju þar sem björgunarsveitafólk hlúði að þeim þar til sjúkrabílar komu á staðinn. Farið var með mennina á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
 
Auðunn var að ýta á bakborðshlið Sóleyjar þegar hún losnaði og vildi þá ekki betur til en að landfestar hennar, sem voru tengdar í lóðsinn, drógu bátinn á hliðina.

Eftir að búið var að ná mönnunum úr sjónum var hafist handa við að reyna bjarga lóðsinum en það tókst ekki og sökk hann nokkrum mínútum eftir atvikið.
 
Sóley Sigurjóns er laus og komin að bryggju. Heimild vf.is




 Auðunn að sökkva © mynd Hilmar Bragi Bárðarson vf.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3981
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123107
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:21:18
www.mbl.is