Í dag var sjósett í Njarðvík nýendurbyggður skemmtibátur sem áður var fiskiskip og hefur fengið nafnið Lena ÍS 61 með heimahöfn í Súðavík.
Bátur þessi hefur smíðanr. 2 hjá Básum hf. í Hafnarfirði, átti að smíðast í Vestmannaeyjum en fluttist vegna eldgossins til Hafnarfjarðar en smíði hans lauk 1974. Sumarið 2004 hófst endursmíði á bátnum á bryggjunni í Vogum og síðan hefur báturinn flakkað út í Gróf og inn í Njarðvík, en þar lauk endursmíði nú.
Báturinn hefur borið nöfnin: Haftindur HF 123, Gunnvör ST 39, Glettingur NS 100, Lena GK 72, Gunnvör ST 38 og aftur Lena GK 72 og nú Lena ÍS 61.
Lena í Njarðvíkurslipp nokkrum dögum fyrir sjósetningu
1396. Lena ÍS 61 eftir sjósetningu í Njarðvík
Heimahöfn Súðavík © myndir Emil Páll í júní 2009