Í morgun kom Ísafold til Njarðvíkur, í þeim tilgangi að fara í slipp þar, en eftir u.þ.b. mánuð mun skipið draga með sér Moby Dick til Grænhöfðaeyja en þangað hafa bæði skipin verið seld, en þau fara ekki fyrr en eftir slipptöku og aðrar lagfæringar fyrir siglinguna þangað.
Ísafold var keypt hingað til lands fyrir um ári síðan og hefur að mestu legið í Reykjavíkurhöfn síðan, fyrir utan um tveggja mánaða skeið sem það var í ferðaþjónustu á síðasta sumri. Skip þetta var keypt frá Gautaborg, en það hafði það verið notað sem slökkvibátur.
Moby Dick var smíðaður í Florö í Noregi 1963 sem Fagranes og var djúpbátur á Vestfjörðum til 1993. Þá varð skipið Fjörunes og síðan fór það í hvalaskoðun sem Moby Dick, fyrst á Húsavík og síðan út frá Keflavík.
2777. Ísafold í Njarðvíkurhöfn í morgun
46. Moby Dick © myndir Emil Páll