24.06.2009 07:37

Ný Cleopatra 31 á Rif

Í gær afhentu Trefjar ehf. nýjan Cleopatra 31 bát sem skráður er á Rifi. Reiknað er með að hann verði á handfæraveiðum nú sumar og líklega á línu yfir vetrartímann, samkvæmt frétt frá Trefjum.


                    Hinn nýi bátur frá Trefjum Særún SH 86 © mynd Trefjar ehf., í júní 2009


Útgerðarfélagið Hlíðarfoss ehf. á Rifi er eigandi bátsins. Að útgerðinni stendur Friðbjörn Ásbjörnsson. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Særún SH 86 og er af gerðinni Cleopatra 31 í nýrri útgáfu. Hann er 8,5 brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Báturinn er útbúinn fjórum DNG handfærarúllum og í honum er vökvakerfi tilbúið til línuveiða. Aðalvél bátsins er af gerðinni Isuzu 6HE1TCX 370hp tengd ZF gír. Siglingatækin eru af gerðinni JRC og Raymarine frá Sónar. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Rými er fyrir 12-14 stk. 380 lítra kör í lest. Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél og örbylgjuofni. Setkrókur er í lúkar og stólar fyrir skipstjóra og háseta í brú.

Báturinn er þriðji í röðinni af fjórum sem Trefjar hafa smíðað af þessari gerð nú í vor. Sá fyrsti Ólafur HF- 51 er nú í sýningarferð. Hann er nú á ferð milli hafna í Færeyjum eftir siglingu frá Hornafirði.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is