25.06.2009 00:30

Sigurpáll GK 375

Smíðaður úr stáli í Marstrand í Svíþjóð 1963 og mældist rétt rúm 200 tonn, smíðanr. 46 hjá Marstrand Mekanisk Verksted A/B. Kom hann nýr til Sandgerðis 13. apríl 1963 eftir aðeins 7 mánaða smíðatíma.
Eldur fór illa með bátinn í tvígang. Fyrra skipið var 29. mars 1974 og þá var hann staddur 8 sm. út af Stafnesi og dró Ásgeir Magnússon II GK 59 bátinn logandi til Njarðvíkur. Var hann þá endurbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur á árunum 1974-1977.
Báturinn var yfirbyggður í Þýskalandi 1976, auk þess að vera lengdur, skutur sleginn út og ný brú sett á hann
Siðari bruninn varð við bryggju í Sandgerði 20. feb. 2005 og varð tjónið það mikið að ekki var gert við hann aftur og í október var lagt af stað með hann í drætti í pottinn fræga. Ekki gekk það þó eins og til átti að gera, því báturinn slitnaði aftan Brynjólfi Ár sem var að draga hann er skipin voru stödd nálægt Færeyjum, að morgni 10. okt. 2005. Var Brynjólfur einnig á leið í pottinn. Var báturin ná reki og mannlaus er varðskipið Brimill kom að honum og dró til Færeyja. Síðan kom annað skip og dró hann til Esbjöerg í Danmörku þar sem förinni hafi verið heitið, en það gerðist þó ekki fyrr en í maí 2006.
Þó svo að skipið sé farið í pottinn, eru aðeins nokkrir mánuðir síðan síðast var auglýst nauðungaruppboð á honum og hefur það verið gert nokkrum sinnum eftir að skipið var tætt niður.

Nöfn þau sem báturinn hefur borið eru: Sigurpáll GK 375, Sigþór ÞH 100, Þorvaldur Lárusson SH 129, Straumur RE 70 og Valur GK 006.

Svona í smá framhjáhlaupi þá var síðuritari háseti á bátum á síldveiðum 1966, frá vori og fram að jólum.


                          185. Sigurpáll GK 375 © mynd Snorri Snorrason

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 5636
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1124762
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 09:03:19
www.mbl.is