26.06.2009 13:56Dúa RE 400 og Fanney HU 83619. Fanney HU 83 og 617. Dúa RE 400 koma til Njarðvíkur í dag Dúa RE 400 ex SH 359 með Fanney HU 83 á síðunni Þrír gamlir í Njarðvíkurhöfn, f.v. 163. Jóhanna Margrét SI 11, 619. Fanney HU 63 og 617. Dúa RE 400 Nú eftir hádegi kom Dúa RE 400 sem áður hét Dúa SH 359, Jói gasalegi SH 359, Jói á Nesi SH 359, Hafnarberg RE 404 og Jón Gunnlaugs GK 444 með Fanney HU 83, sem áður hefur borið nöfnin Hrafnsey SF 8, Sóley SH 150, Jóhanna Magnúsdóttir RE 70, Merkúr EA 24, Valur RE 7, Dalborg EA 317, Guðmundur Einarsson HU 100 og Jón Jónsson SH 187, til Njarðvíkur. Síðan mun Fanney verða dregin í Voga, en eins og áður hefur komið fram hefur Halldór Magnússon keypt bátinn til að endurbyggja hann. Þó nokkrir bátaáhugamenn voru mættir til að fylgjast með komu bátanna, nú í góða veðrinu. Sjá mátti þarna fyrir utan Emil Pál, þá Markús Karl Valsson, Þórodd Sævar Gunnlaugsson, Karl Einar Óskarsson, Svein Þórarinsson í Álasundi o.fl. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan er vélstjórinn á Dúu þjóðþekktur maður á sínum tíma Bergþór Hávarðarson sem sigldi einn síns liðs á skútu yfir Atlandshafið og var bjargað til Vestmannaeyja. Þá bjó hann lengi um borð í gamla Búrfellinu í Njarðvíkurhöfn, en hann ætlaði sér að endurbyggja þann bát og sigla með erlendis, en það mál dagaði uppi. Bergþór Hávarðarson vélstjóri á Dúu RE 400 © myndir Emil Páll í júní 2009 Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2546 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 993967 Samtals gestir: 48567 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:25:36 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is