Hér sjáum við fimm færeysk skip, sem eru smíðuð með gamla laginu, þó þau séu misjafnlega gömul. Tvö þeirra þekkjum við, en ekki hin fimm. Myndirnar eru allar teknar af Þorgeiri Baldurssyni í ferð hans til Færeyja í maí sl. Þá hefur komið svar við einu sem við þekktum ekki áður.
Westward HO TN 54. Þetta skipi er meira en aldar gamalt, smíðað í Grimsby 1884 og hét fyrstu árin eða til 1908 Víking en þá fékk það þetta nafn og hefur haldið því síðan.
Sjóberið FD 115. Smíðað í Skála 1917 og hefur borið borið nöfnin: Líðarfossur, Sæurðardrangur, Kedron og Sjóberið.
Það eina sem við vitum um þennan er að hann er frá Þórshöfn og hefur einkennisstafina TN 1353
Þessi er trúlega ekki gamall? en hann var í Þórhöfn
Þessi fallegi bátur var einnig í Þórshöfn, en við vissum engin deili á honum
Samkvæmt svari hér fyrir neðan heitir þessi
Thorshavn, var notaður hér áður fyrr til að flytja embætismenn á milli eyjana. Núna mest notaður í sjóstangveiði þegar merka gesti ber að garði. Miðað við þessar upplýsingar er hann smíðaður í Fredrikssund í Danmörku 1940 og hefur síðan þá borið þetta sama nafn.
© myndir Þorgeir Baldursson í maí 2009