Tveir togarar við Eyjafjörð lönduðu þar afla í gær og í dag fyrir samtals aflaverðmæti upp á 183 milljónir króna. Þetta voru togararnir Snæfell EA og Björgvin EA.
Snæfellið landaði í gær á Akureyri um 10 þúsund kössum eftir um 30 daga veiðiferð og var aflaverðmætið 143 milljónir króna. Skipstjóri Snæfells er Ásgeir Pétursson.
Þá landaði Björgvin EA á Dalvík í dag eftir stutta veiðiferð afla að verðmæti 43 milljónir króna.
Við löndun Snæfells í gær tók Þorgeir Baldursson þessa myndasyrpu.
Frá löndun úr Snæfelli EA 310 á Akureyri í gær © myndir Þorgeir Baldursson í júlí 2009