24.07.2009 07:01

Tveir fossar til Samskipa

Silver Sea, norskt skipafélag sem er að helmingshluta í eigu Samskipa, hefur nýlega bætt tveimur frystiskipum í flota sinn sem áður voru í eigu Eimskips í Noregi: Dalfoss og Langfoss. Heita skipin nú Silver River og Silver Lake en þau voru í fyrstu smíðuð fyrir Eimskip í Noregi árið 2007. Eru skipin tekin á þurrleigu til næstu ára, með möguleika á kauprétti síðar.

Silver Sea hefur yfir 14 sérhæfðum frystiskipum að ráða og er fyrirtækið nú orðið annað af tveimur leiðandi félögum í flutningum á frystum afurðum í Norður-Atlantshafi.

Meginstarfsemin felst í flutningi á frystum fiski frá Noregi, Íslandi, Hjaltlandseyjum og Færeyjum til Eystrasaltsríkjanna, Rússlands og Evrópu. Helstu afurðirnar sem skip Silver Sea flytja eru uppsjávarfiskur eins og síld, makríll, kolmunni og loðna. HEIMILD mbl.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3459
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1122585
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:33:01
www.mbl.is