2074. Baldur, Sjómælingaskip Landhelgisgæslunnar kemur á sjöunda tímanum í kvöld (sunnudag) til Keflavíkur, en samkvæmt vef Landhelgisgæslunnar hafði skipið verið sent til aðstoðar Hollenskri skútu sem missti mastrið á leið sinni frá Grænlandi til Íslands og var statt á karfamiðunum á Reykjaneshrygg. Ekki þurfti Baldur þó að draga skútuna til lands, heldur sigldi hún fyrir eigin vélarafli til Reykjavíkur, en Baldur hélt áfram starfi við fiskveiðieftirlit.