29.07.2009 00:06Bátarnir í GrandavörVið Suðurströndina er skemmtilegt bátasafn, þar sem bátar liggja við bryggju í vör sem nefnist Grandavör. Málið er hinsvegar það að höfnin er á þurru landi og því bátarnir líka. Til að forvitnast um hvað hér væri á ferðinni birtum við upplýsingar af vefsíðu fyrirtækisins Grandavor.net, svo og myndir sem Jóhann Þórlindar tók fyrir okkur. Grandavör er staðsett á landnámsjörðinni Hallgeirsey í Austur - Landeyjum í Rangárþingi eystra. Sigursæll ehf rekur Grandavör sem er fyrst og fremst tjaldsvæði sem er opið á tímabilinu Júní - Sept. Svæðið býður upp á ýmiskonar afþreyingu m.a. fjöruferðir á sérstökum hertrukk. Grandavör er hægt að leiga til einkaafnota s.s. ættarmóta yfir helgi einnig er hægt að taka á móti hópum í fjöruferðir alla daga vikunnar. Grandavör var vígð við hátíðlega athöfn 24.júlí.2004 að viðstöddu margmenni á árlegu sumarvinnuhjúamannavinamóti í Púkapytti. "Fornar heimildir greina frá því að í Hallgeirsey hafi verið stunduð sjósókn af miklum krafti. Aldrei hvarflaði það að mönnum að það væri hægt að koma upp bryggju á þessum slóðum. En nú er öldin önnur og komin bryggja í Hallgeirsey. Grandavör heitir hún og er á þurru landi og stendur við Púkapytt, í gamla kartöflugarðinum." Í fyrstu voru tveir bátar við bryggju Auður HF 8 og Hlíf GK 250. Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 526 Gestir í dag: 38 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 991947 Samtals gestir: 48545 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is