2477. Vinur GK 96 eftir brunann í nótt © myndir Emil Páll í júlí 2009
Mikill eldur kom upp í sjö tonna Sóma 870 plastbáti, Vin GK 96, þar sem hann lá í smábátahöfninni í Grófinni í Keflavík um kl. 01:00 í nótt. Lögregla og slökkvilið frá Brunavörnum Suðurnesja voru kölluð til og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Báturinn er mikið skemmdur ef ekki ónýtur eftir og er tjónið verulegt, eins og sést á myndunum sem fylgja hér með.
Ekki er vitað um eldsupptök og er málið í rannsókn, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum.
2477. Vinur GK 96 fyrir brunann © mynd Emil Páll 2009