31.07.2009 12:30

Full City á strandstað i Noregi


                                   Full City © Mynd Norska strandgæslan

Sjö menn eru enn um borð í olíuskipinu Full City sem strandaði fyrir utan Langesund í Þelamörk í Noregi í nótt. Í nótt var 16 af 23 manna áhöfn skipsins bjargað. Olía lekur úr skipinu og sjór inn í það. Á staðnum er 5-6 metra ölduhæð og vindur allt að 35 m/s, að sögn fréttavefjar Aftenposten.

Skipið mun hafa orðið vélarvana og strandað í kjölfarið um hálftíma eftir miðnætti að norskum tíma. Haft er eftir Ola Vaage, yfirmanni björgunaraðgerða á staðnum, að þeim líði ekki vel yfir því að vita af sjö mönnum sem vildu vera áfram um borð í skipinu.

Norska strandgæslan sendi tvö skip á strandstaðinn, einnig eru þar þrír dráttarbátar og björgunarþyrla til taks ef ástandið versnar. Mennirnir sem eru enn um borð eru allir við góða heilsu. Skipstjóri olíuskipsins segir að þeir séu um borð til að hindra olíuleka frá skipinu. Um borð voru 1.120 tonn af olíu.

Eitthvað af olíu hefur þegar lekið úr skipinu. Yfirmaður björgunaraðgerða sagði að reynt væri að hindra að olían sem lekur úr skipinu breiðist út. Á staðnum er megn olíuþefur allt að kílómetra frá strandstaðnum.

Full City er skráð í Panama og 167 metra langt. Öll áhöfnin er kínversk. 

Heimild mbl.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 683
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119809
Samtals gestir: 52252
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28
www.mbl.is