06.08.2009 00:10

Polar Pioneer


                                     Polar Pioneer © mynd Emil Páll í ágúst 2009

Skip þetta sem hefur IMO nr. 8010324 er 71 metra langt, 12 metra breitt og 4 m djúpt. Skipið sem er með heimahöfn í St. Petersburg í Rússlandi er skráð sem farþegaskip. Áður hét skip þetta Akademik Shuleykin. Til Keflavíkur hefur skipið,  ásamt fleirum svipuðum skipum komið nokkrar ferðir á hverju hausti og einstaka sinnum líka á vorin. Yfirleitt er farþegafjöldinn 40-50 manns og er farið héðan ýmist til Grænlands eða Svalbarða og stundum endað í Noregi. Í Keflavík fer ferðahópum í land og annar kemur um borð, auk þess sem teknar eru vistir, en stoppið er þó yfirleitt ekki nema dagurinn, sem dæmi þá kom þetta skip skömmu fyrir kl. 8 um morgunin og fór upp úr kl. 18, en sú ferð sem hófst í gær (miðvikudag) mun taka 21 dag.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is