Í kvöld birtist skemmtileg frásögn á Facebookinu, sem varð til þess að haft var samband við þann sem skrifaði hana og fengin umsögn um málið og myndirnar sem hér birtast. Það sem um er að ræða er:
Sjómaður Íslands nr. 1 Auðunn Jörgensson frá Vesmannaeyjum á þennan bát. Heitir báturinn Óskar Matthíasson og heitir hann eftir frænda hans þekkts útgerðamanns úr eyjum sem meðal annars átti Leó og síðar Þórunni Sveinsdóttir. Auðunn er búinn að vera skvera bátinn upp í sumar og er hann núna við bryggju í reykjavík, en mun fara fljótlega til Vestmannaeyja.
Sendum við Gísla Gíslasyni kærar þakkir fyrir sendinguna.
Óskar Matthíasson © myndir Gísli Gíslason