16.08.2009 00:00

Frá Ushuaia, syðsta bæ í heimi


                           Góður poki eða um 80 tonn

Íslendingar eru til sjós víða um heim. Höfum við fengið myndir frá þeim frá stöðum eins og Marokkó, Marítaníu, Kanada, Grænlandi, Færeyjum og víðar. En einn fer þó lengra en hinir, en það er Vestmanneyingurinn Eiríkur H. Sigurgeirsson, en hann er á skipi sem heitir Tai an og er gert út frá Ushuaia, sem er syðsti bær í heimi og er í Argentínu. Skipið sem Eiríkur er á var smíðað í Japan 1981 og veiða þeir fisk sem heitir holi og er unnin í surimi.
Hér birtum við myndasyrpu sem Eiríkur sendi okkur og er bæði frá skipinu og eins frá bænum sem gert er út frá.


                                            Kokkurinn og hjúkki að grilla


   Sæljón koma oft inn með trollinu, en talsvert er af þeim í kringum skipið þegar híft er


                                             Tato með strákana sína


   Ushuaia, bærinn sem gert er út frá. Þetta er syðsti bær í heimi og er mjög vinæll viðkomustaður ferðamanna. Á sumrin er straumur skemmtiferðaskipa sem koma við á leið sinni til og frá Suður-heimskautinu, yfir veturinn er mikið af skíðafólki sem kemur til að renna sér.


                        Bærinn Ushuaia © myndir Eiríkur H. Sigurgeirsson 2009
Sendum við Eiríki bestu þakkir fyrir myndirnar.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 5636
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1124762
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 09:03:19
www.mbl.is